— Morgunblaðið/Golli
Keppnisbíll sem tækni- og verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík hönnuðu og ætla að koma á Silverstone-kappakstursbrautina var afhjúpaður á Tæknidegi HR í gær. Þar voru kynnt ýmis nemendaverkefni.

Keppnisbíll sem tækni- og verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík hönnuðu og ætla að koma á Silverstone-kappakstursbrautina var afhjúpaður á Tæknidegi HR í gær. Þar voru kynnt ýmis nemendaverkefni. Nefna má litla vatnsaflsvirkun með túrbínu, virkjun sjávaröldu, búnað til að fylgjast með rennsli í ám, sem sendir gögn með GSM.

Á lokahófi námskeiðs í nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR í gær voru svo nokkur verkefni tilnefnd til verðlauna. Þar má nefna Quicksaver, búnað sem skynjar högg á bíl og sendir neyðarboð.