Hálsmelar í Fnjóskadal eru gott dæmi um það hvernig tekist hefur með skógræktarstarfi að breyta einskis nýtu auðnarlandi í frjósamt nytjaland.
Hálsmelar í Fnjóskadal eru gott dæmi um það hvernig tekist hefur með skógræktarstarfi að breyta einskis nýtu auðnarlandi í frjósamt nytjaland. „Þeir sem muna gamla, krókótta Vaðlaheiðarveginn þekkja þær andstæður sem blöstu við á austurleiðinni þegar tók að sjást ofan í dalinn. Þá sást Vaglaskógur grænn og fagur en norðan hans berir Hálsmelarnir með blásnum gróðurtorfum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri, í grein í nýútkomnu
Ársriti Skógræktar ríkisins.
Melarnir voru auðnin ein fyrir aldarfjórðungi en í nóvember 2015 var grisjaður þar rúmlega tvítugur skógur sem gaf 500 til 600 girðingarstaura sem myndu duga í 4-5 km langa girðingu. Pétur segir að á tíunda áratugnum hafi heimafólk í héraðinu hafist handa í sjálfboðavinnu við endurreisn ysta hluta Hálsaskógar og nú sé árangurinn kominn í ljós.