Kennarar Hægt verður að sjá Kristján Jóhannsson og Diddú kenna.
Kennarar Hægt verður að sjá Kristján Jóhannsson og Diddú kenna.
Opinn dagur verður í Söngskóla Sigurðar Demetz í dag í húsnæði skólans að Ármúla 44. Frá kl. 11 býðst gestum að fylgjast með tveimur söngvurum, þeim Kristjáni Jóhannssyni og Diddú kenna nemendum skólans í svokölluðum masterklass.

Opinn dagur verður í Söngskóla Sigurðar Demetz í dag í húsnæði skólans að Ármúla 44. Frá kl. 11 býðst gestum að fylgjast með tveimur söngvurum, þeim Kristjáni Jóhannssyni og Diddú kenna nemendum skólans í svokölluðum masterklass. Kristján byrjar á því að leiðbeina nemendum en kl. 13 tekur Diddú við með sinn masterklass.

Kl. 15 verður söngleikjadeildin með opna æfingu og á eftir því um kl. 16 verður óperudeildin með opna æfingu. Þar verða flutt senur úr sýningunni „Óperusagan í dulargervi“ sem var frumsýnd fyrir skemmstu. Opinn dagur er kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á söngnáminu að kynna sér skólann. Gamlir nemendur skólans verða á staðnum og kynna gestum starfsemina.