Tvítugur karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa nauðgað stúlku fyrir tveimur árum með því að hafa notfært sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs og aflsmunar og hún ekki getað spornað við verknaðinum sökum áhrifa...
Tvítugur karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa nauðgað stúlku fyrir tveimur árum með því að hafa notfært sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs og aflsmunar og hún ekki getað spornað við verknaðinum sökum áhrifa fíkniefna, ölvunar og svefndrunga. Stúlkan var 16 ára en karlmaðurinn 18 ára. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn og stúlkan hafi verið saman í partíi umrædda nótt, en auk þeirra voru þar fleiri ungmenni. Ákærði segir í framburði sínum að hann hafi verið í sambandi við stúlkuna til að fá hana í partíið og sagt að hann vildi sofa hjá henni. Hún hafi tekið undir það og komið. Þar hafi hún fengið sér fíkniefni sem hann bauð. Ásamt öðru pari hafi þau svo legið hálfnakin uppi í rúmi og farið að snerta hvort annað kynferðislega. Fram kemur að frásögn ákærða hafi verið trúverðug en ósamræmis hafi gætt í framburði stúlkunnar. Telur dómurinn að miðað við það sem fram hafi komið í málinu hafi karlmaðurinn haft réttmæta ástæðu til að ætla að stúlkan væri samþykk samförunum, í öllu falli hafi ekki verið fyrir hendi ásetningur til þess að þvinga brotaþola til kynmaka.