Kaktus Listamenn Kaktuss virða fyrir sér stærðarinnar kaktus.
Kaktus Listamenn Kaktuss virða fyrir sér stærðarinnar kaktus.
Listafólkið sem rekur menningarrýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri og mun starfa þar út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem mun taka stöðugum breytingum svo lengi sem hún varir, að því er fram kemur í...

Listafólkið sem rekur menningarrýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri og mun starfa þar út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem mun taka stöðugum breytingum svo lengi sem hún varir, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá stendur til að fá liðsauka og hefur fleiri listamönnum verið boðið til þátttöku. Verksmiðjan verður opin alla virka daga milli kl. 14 og 17 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með ferlinu. Sýningin ber heitið Stingur í augun og nú um helgina munu norðlenskir listamenn sýna í bland við Kaktus og næstu helgi mun Kaktus fá til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands.

Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum sem eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir.