[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigríður Anna fæddist á Siglufirði 14.5. 1946 og ólst þar upp, elst sjö systkina: „Við áttum heima syðst í bænum með óbyggð svæði í næsta nágrenni. Ég ólst því upp við stöðuga útileiki, berjamó á haustin og skíðaiðkun á veturna.

Sigríður Anna fæddist á Siglufirði 14.5. 1946 og ólst þar upp, elst sjö systkina: „Við áttum heima syðst í bænum með óbyggð svæði í næsta nágrenni. Ég ólst því upp við stöðuga útileiki, berjamó á haustin og skíðaiðkun á veturna.“

Sigríður var í Barnaskóla Siglufjarðar, lauk landsprófi þar, lauk stúdentsprófi frá MA 1966, starfaði í hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins með hléum 1966-71, hóf nám við HÍ í íslensku, sagnfræði og grísku 1971, lauk BA-prófi 1977 og stundaði framhaldsnám í málvísindum við Háskólann í Minnesota 1982-83.

Sigríður bjó í Grundarfirði þar sem maður hennar var sóknarprestur 1974-90. Hún var kennari við Grunnskóla Eyrarsveitar 1975-90, sat í sveitarstjórn Eyrarsveitar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1978-90 og var oddviti þar 1978-82 og 1986-88: „Grundarfjörður togar alltaf í okkur, þessi fallegi staður og yndislegt vinafólk okkar þar. Þar fæddust yngri dætur okkar, þaðan eigum við ómetanlegar minningar og þar eigum við sumarhús við sjóinn sem er okkar sælureitur.“

Sigríður kenndi við Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ 1990-91, var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi 1991-2003 og í Suðvesturkjördæmi 2003-2007, var umhverfisráðherra 2004-2006 og samstarfsráðherra Norðurlanda 2005-2006. Hún var sendiherra Íslands í Ottawa í Kanada 2008-2012.

Sigríður sat í stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var formaður þingflokksins 1998-2003. Hún var formaður menntamálanefndar Alþingis, utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar, sat í iðnaðarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, var formaður sérnefndar um stjórnarskrármál, sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs, var formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, sat í forsætisnefnd og var forseti Norðurlandaráðs 2000.

Sigríður sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1987-1991 og 1996-2003 og í framkvæmdastjórn hans, var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sat í aldamótanefnd flokksins, var formaður dómnefndar um hönnun húsnæðis fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor HÍ, situr í skólastjórn Red Cross Nordic United World College í Flekke, Noregi frá 2007, var formaður þjóðmálanefndar þjóðkirkjunnar, sat í stjórn Ferðafélags Íslands, sat í stjórn Yrkju, stjórn Styrktarsjóðs Umhyggju 2003-2007, sat í samstarfsnefnd Danmerkur og Íslands um eflingu dönskukennslu á Íslandi og stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana. Hún var sæmd Riddarakrossi Dannebrogsorðunnar 2003.

Þó að Sigríður hafi víða við komið á starfsferlinum er hún að upplagi rólynd fjölskyldukona sem nýtur sín best heima með bók í hönd. Þau hjónin deila svo með sér áhuga á listum og eru tíðir gestir á tónleikum og myndlistarsýningum.

Fjölskylda

Sigríður giftist 10.9. 1978 Jóni Þorsteinssyni, f. 19.2. 1946, fyrrv. sóknarpresti í Grundarfirði og Mosfellsprestakalli, syni Þorsteins Matthíassonar, kennara og rithöfundar frá Kaldaðarnesi á Ströndum, og k.h., Jófríðar Jónsdóttur frá Ljárskógum.

Dætur Sigríðar og Jóns eru 1)Jófríður Anna, f. 27.8. 1967, íslensku-, uppeldis- og fjölmiðlafræðingur í Jessheim í Noregi, gift Rune Johansen verkfræðingi og eru synir þeirra Hjálmar, f. 1995, Jónas, f. 1998, og Rúnar, f. 2000; 2) Þorgerður Sólveig, f. 20.8. 1975, viðskiptafræðingur og japanolog í Trier í Þýskalandi, gift Michael Daemgen lögfræðingi og eru börn þeirra Margrét Letiza, f. 2004, Harald Jón, f. 2007, og Magnús Hermann, f. 2011, og 3) Margrét Arnheiður, f. 11.9. 1978, lögfræðingur, gift Kristni Ólafssyni líffræðingi og eru dætur þeirra Sigríður Anna, f. 2003, og Inga Guðrún, f. 2008.

Systkini Sigríðar: Árdís, f. 6.3. 1948, rekstarhagfræðingur, Reykjavík; Þórunn, f. 14.12. 1950, gæðastjóri, bús. í Reykjavík; Árni Valdimar, f. 28.1. 1954, skipstjóri, bús. á Akureyri; Þórður, f. 16.12. 1955, yfirvélstjóri, bús. í Kópavogi; Margrét Steinunn, f. 25.7. 1959, kennari, bús. í Noregi; Jónas, f. 16.8. 1967, byggingafræðingur, bús. í Kópavogi.

Foreldrar Sigríðar: Þórður Þórðarson, f. 14.12. 1921, d. 22.11. 1992, vélstjóri á Siglufirði, og k.h., Margrét Arnheiður Árnadóttir, f. 10.2. 1923, d. 2.5. 2013, húsfreyja.