Sprengingum og greftri Vaðlaheiðarganga miðar hægt. Í síðustu viku lengdust göngin um 39 metra. Eingöngu er grafið úr Eyjafirði. Göngin eru orðin um 5.200 metrar að lengd, eða 72,1% af heildarlengdinni. Eftir eru rúmir 2 kílómetrar.

Sprengingum og greftri Vaðlaheiðarganga miðar hægt. Í síðustu viku lengdust göngin um 39 metra. Eingöngu er grafið úr Eyjafirði.

Göngin eru orðin um 5.200 metrar að lengd, eða 72,1% af heildarlengdinni. Eftir eru rúmir 2 kílómetrar. Með sama áframhaldi næst ekki að klára gangagröft á þessu ári þar sem framvindan þarf að vera 59 metrar á viku til að það hafist.

Unnið er að undirbúningi þess að hefja að nýju gröft úr Fnjóskadal.

Undirbúningsframkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust í ágúst 2012. Ósafl, fyrirtæki ÍAV og Marti, byrjaði gangagröft í júlí 2013. Verklok voru áætluð í lok þessa árs en verkið hefur tafist vegna erfiðra berglaga og vatnsleka.