Brynja Cortes Andrésdóttir
Brynja Cortes Andrésdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Miðstöð íslenskra bókmennta veitti 19 verkum alls 7,2 milljónir króna í þýðingastyrk á íslensku í fyrri úthlutun á þýðingastyrkja. Alls bárust 24 umsóknir um þýðingastyrki frá 18 aðilum og sótt var um 15 milljónir króna.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti 19 verkum alls 7,2 milljónir króna í þýðingastyrk á íslensku í fyrri úthlutun á þýðingastyrkja. Alls bárust 24 umsóknir um þýðingastyrki frá 18 aðilum og sótt var um 15 milljónir króna.

Styrkirnir voru frá 900 þúsund krónum niður í 40 þúsund krónur. Sótt var um styrk fyrir fjölbreytt verk, m.a. ljóðabækur, barnabækur og þekkt bókmenntaverk.

Hæsta styrkinn, 900 þúsund krónur, hlaut ítalska sagan Storia di chi fugge e di chi resta en höfundur notast við dulnafnið Elena Ferrante, Brynja Cortes Andrésdóttir þýðir. Næsthæsta styrkinn, 700 þúsund krónur hlutu tvö verk, það er hin þekkta skáldsaga Orlando eftir Viginu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur og barnabókin The BFG (The Big Friendly Giant) eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Þrjú verk hlutu 500 þúsund krónur. Það eru This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate eftir Naomi Klein í þýðingu Sveins H. Guðmarssonar , Looking for Alaska eftir John Green í þýðingu Eiríks Brynjólfssonar og The Homegoing eftir Yaa Gyasi í þýðingu Ólafar Eldjárn.

Meðal bóka sem fengu lægri styrki eru La vie compliquée de Léa Oliver eftir Catherine Girard-Audet í þýðingu Auðar S. Arndal; Balzac eftir Stefan Zweig í þýðingu Sigurjóns Björnssonar; og Les métamorphoses du poéte / De metamorfosen van de dichter (og fleiri ljóð) eftir skáldið Willem M. Roggeman í þýðingu Sigurður Pálssonar.