„Þetta er í fyrsta lagi öryggismál og í öðru lagi er sorglegt að þessari braut sé lokað,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, en félagið sinnir nær öllu sjúkraflugi innan Íslands samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka norðaustur-/suðvesturflugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að niðurstaða Hæstaréttar verði virt.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Mér finnst hún skýr og þetta er fullnaðarsigur í málinu. Meginniðurstaðan er að þessir samningar halda og brautinni verður lokað.“ 10