[mynd af Reykjavíkurflugvelli]
[mynd af Reykjavíkurflugvelli]
Af ástæðum sem eru í senn óljósar og dularfullar var undirritað samkomulag á milli ríkis og borgar árið 2013 um lokun einnar af brautum Reykjavíkurflugvallar. Þetta var eftir kosningar 2013, sem gerir málið enn undarlegra en ella.

Af ástæðum sem eru í senn óljósar og dularfullar var undirritað samkomulag á milli ríkis og borgar árið 2013 um lokun einnar af brautum Reykjavíkurflugvallar. Þetta var eftir kosningar 2013, sem gerir málið enn undarlegra en ella.

Áhöld hafa verið uppi um hvort þetta samkomulag hafi haft þá þýðingu sem borgaryfirvöld hafa haldið fram, sem sagt að loka þyrfti neyðarbraut vallarins.

Nú segir hæstiréttur að svo sé og viðbrögð innanríkisráðherra eru þau að þá þurfi ekki að spyrja frekar og málið sé úr sögunni.

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, bregst við á annan hátt. Hann ætlar að leggja fram frumvarp í ágúst þess efnis að völlurinn verði óbreyttur nema þingið ákveði annað.

Hvort sem verður er ljóst að borgaryfirvöld hafa unnið áfangasigur. Borgarstjóri talar reyndar um fullnaðarsigur en það er frekar reigingur en raunveruleiki.

Málið er engu að síður grafalvarlegt því að núverandi borgaryfirvöld, þvert á vilja borgarbúa og landsmanna allra, hafa það að markmiði að loka flugvellinum að fullu. Það væri fullnaðarsigur.

Mikilvægt er að þeir sem vilja flugvöllinn þar sem hann er bregðist nú ákveðið við og tryggi að áfangasigurinn verði ekki að fullnaðarsigri.