[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Andy Hunter The Guardian Twitter.com/AHunterGuardian Michael O‘Neill landsliðsþjálfari Norður-Írlands er ekki með neitt eftirlætisleikkerfi og beitti ýmiss konar uppstillingum í undankeppninni, ávallt með það í forgangi að stöðva mótherjann.

Andy Hunter

The Guardian

Twitter.com/AHunterGuardian

Michael O‘Neill landsliðsþjálfari Norður-Írlands er ekki með neitt eftirlætisleikkerfi og beitti ýmiss konar uppstillingum í undankeppninni, ávallt með það í forgangi að stöðva mótherjann.

Norðurírski þjálfarinn notaði 4-3-3, 4-1-4-1 og 4-3-2-1 þegar hann stýrði liðinu á toppinn á F-riðli, og hann lét einnig reyna á 3-5-2 í nýlegum vináttuleikjum.

Breytingin yfir í þriggja manna miðju var sökum liðamótameiðsla vinstri bakvarðarins Chris Brunt, en liðið skortir aðra valkosti í þeirri stöðu.

Helsta áskorun O‘Neills í Frakklandi verður að leysa vandann í stöðu vinstri bakvarðar. Ef hann heldur sig við fjögurra manna vörn verður það líkast til Shane Ferguson, leikmaður enska C-deildarliðsins Millwall, sem mun fylla í það skarð, eða Lee Hodson, sem var lánaður til Kilmarnock til að fá að spila meira.

Vill vera martraðarmótherji

Sama hvaða byrjunarlið verður fyrir valinu er Norður-Írland einkar vel skipulagt lið sem erfitt er að brjóta niður. Liðið verst sem öguð heild og hefur þjálfarinn sagt að markmið þeirra sé að vera martraðarmótherji. Norður-Írland tapaði aðeins einum leik í undankeppninni og var ósigrað í lengsta tíma í sögu landsliðsins. Þeir leggja áherslu á föst leikatriði, að sætta sig við að mótherjinn sé með boltann mestallan leikinn og að vinna sér ekki hvíldar án boltans. Auk þess gefa þeir ekkert eftir þegar tækifærin gefast.

Alltaf fimm á miðjunni

O‘Neill vill vernda varnarmenn sína með fimm manna miðju, sama hvernig leikkerfi hann velur. Til dæmis munu kantmennirnir Jamie Ward og Stuart Dallas verjast ásamt þriggja manna miðju í hvert sinn sem Norður-Írland er án boltans. Tvíeykið gegnir einnig lykilhlutverki þegar það kemur að því að gefa fyrirgjafir til markaskorarans Kyle Lafferty og að nýta kraftinn hans í loftinu, og til þess að koma boltanum til fyrirliðans Steven Davis þegar hann á hlaup frá miðjunni.

,,Hópurinn hefur þróað það viðhorf að vera öruggir og andlega erfiðir mótherjar án boltans. Það er ekki auðvelt. Steven Davis vill hafa boltann. Við erum með leikmenn sem eru með tæknilega hæfileikaríkir en við þurfum að hlaupa meira en mótherjarnir, verjast gegn föstum leikatriðum sérstaklega vel, og að vera hættulegir í okkar eigin föstu leikatriðum. Síðan á lokaþriðjungnum verðum við að nýta okkar möguleika til fullnustu. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur, við þurfum bara að gera það á stóra sviðinu,“ útskýrir þjálfarinn.

Líklegt byrjunarlið : McGovern – McLaughlin, McAuley, J. Evans, Cathcart – Davis, Baird, Norwood – Ward, Dallas – Lafferty.