„Okkur líst betur á að fara í þá vinnu að gera svæðið austan við Þjórsá og inn í Skaftafellssýslur að þjóðgarði. Hafa hann ekki stærri en það,“ segir Þorgils Torfi Jónsson um hugmyndir um einn þjóðgarð á miðhálendinu.
„Okkur líst betur á að fara í þá vinnu að gera svæðið austan við Þjórsá og inn í Skaftafellssýslur að þjóðgarði. Hafa hann ekki stærri en það,“ segir Þorgils Torfi Jónsson um hugmyndir um einn þjóðgarð á miðhálendinu. Myndi friðland að Fjallabaki falla inn í hann. Hann segir að þjóðgarðurinn yrði ansi kröftugur. Hann myndi snýast um fimm eldfjöll, Torfajökulseldstöðina, Heklu, Tindfjöll, Eyjafjallajökul og Kötlu. Tekur Þorgils Torfi fram að ekki hafi verið kannað formlega hvort áhugi sé á þessu hjá hinum sveitarfélögunum.