Vísinda- og tæknimönnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands o.fl. tókst að binda allt að 95% af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi (CO 2 ) sem steintegund í basaltberglögunum við Hellisheiðarvirkjun. Ferlið tók einungis tvö ár en áður var talið að það tæki aldir eða árþúsundir. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fundið sé öflugt vopn gegn loftslagsvandanum.
„Við leystum koltvísýringinn upp í vatni sem dælt var niður í jörðina. Þegar vatnið kemst í snertingu við ungt og hvarfgjarnt basaltið leysist bergið upp og við það losna efni eins og kalsíum, magnesíum og járn. Efnin bindast uppleysta koltvísýringnum og mynda m.a. karbónatsteindir,“ sagði dr. Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri. Ein helsta steindin sem myndast er kalsíumkarbónat. 4