Öflugur LeBron James fór á kostum með Cleveland gegn Golden State.
Öflugur LeBron James fór á kostum með Cleveland gegn Golden State. — AFP
Cleveland Cavaliers vann í fyrrinótt stórsigur á Golden State Warriors, 120:90 þegar liðin mættust í þriðja leik úrslitaeinvígis NBA-körfuboltans.

Cleveland Cavaliers vann í fyrrinótt stórsigur á Golden State Warriors, 120:90 þegar liðin mættust í þriðja leik úrslitaeinvígis NBA-körfuboltans. Leikið var á heimavelli Cleveland í Ohio ríki Staðan í einvíginu er 2:1, Golden State í vil en vinna þarf fjóra leiki til að verða meistari.

Cleveland hafði undirtökin allan tímann og vann sanngjarnan sigur.

LeBron James skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Cleveland og leikstjórnandinn Kyrie Irwing bætti við 30 stigum. Cleveland lék án Kevins Love, sem fékk vægan heilahristing í öðrum leik liðanna.Steph Curry skoraði 19 stig fyrir meistara Golden State en liðið var nánast óþekkjanlegt. Skyttur liðsins voru ískaldar og t.a.m. hittu Curry og Klay Thompson aðeins fjórum þriggja stiga skotum af sextán tilraunum, sem er afar dapurt á þeirra mælikvarða. „Annað liðið mætti fullt af orku og reiði, hitt liðið mætti einfaldlega ekki til leiks,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors hreinskilinn eftir leikinn og bætti við: „Við vinnum engan körfuboltaleik með svona hugarfari og frammistöðu.“ Fjórði leikur einvígisins fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland.