Heimsfrægð? Hljómsveitin Kaleo nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og forvitnilegt að sjá hvort hún verður jafnþekkt og Of Monsters and Men.
Heimsfrægð? Hljómsveitin Kaleo nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og forvitnilegt að sjá hvort hún verður jafnþekkt og Of Monsters and Men. — Morgunblaðið/Hilmar Gunnarsson
A/B , önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Kaleo, kemur út í dag og þá bæði hér á landi, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitum, m.a. Spotify og iTunes. Mun hljómsveitin af því tilefni halda útgáfutónleika í Los Angeles í dag.
A/B , önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Kaleo, kemur út í dag og þá bæði hér á landi, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitum, m.a. Spotify og iTunes. Mun hljómsveitin af því tilefni halda útgáfutónleika í Los Angeles í dag. Kaleo hefur átt góðu gengi að fagna í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum og verður forvitnilegt að sjá hvort hún fetar þar í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men og slær í gegn. Hljómsveitin komst nýverið á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 10 nýjar hljómsveitir sem fólk þurfi að kynna sér og lék í spjallþætti Conan O'Brien. Mosfellingarnir sem skipa Kaleo hafa verið önnum kafnir við tónleikahald í Bandaríkjunum og Ástralíu og komið fram á mörgum umfangsmiklum tónlistarhátíðum.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og landaði útgáfusamningi Atlantic Records, dótturfyrirtæki Warner Bros., tveimur árum síðar og flutti til Texas.

A/B er fyrsta breiðskífan sem Atlantic Records gefur út með Kaleo og hefur hún að geyma bæði ný og eldri lög hljómsveitarinnar, m.a. túlkun hennar á „Vori í Vaglaskógi“ og „Way Down We Go“.

Hljómsveitin dvelur nú í Austin í Texas en heldur tónleika hér á landi 9. júlí í Gamla bíói. Í sjónvarpi mbl.is má finna viðtal sem tekið var við hljómsveitina þegar hún var á á tónleikaferðalagi í Portland fyrir nokkrum dögum.