Rokkarar Hljómsveitin Nykur.
Rokkarar Hljómsveitin Nykur.
Rokksveitin Nykur mun leika vel valin lög af tveimur breiðskífum sínum, Nykur og Nykur II, á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 20.
Rokksveitin Nykur mun leika vel valin lög af tveimur breiðskífum sínum, Nykur og Nykur II, á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 20. „Verður öllu tjaldað til frumsamin lög með grimmum gítarriffum fá að njóta sín, ofin saman við ágengar laglínur sem innihalda bitastæða texta á máli innfæddra,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Hljómsveitina Nykur skipa Davíð Þór Hlinason, Guðmundur Jónsson, Kristján B. Heiðarsson og Jón Svanur Sveinsson. Hljómsveitin var stofnuð 2013 og er önnur breiðskífa hennar nýkomin út sem tónlistarblaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen sagði rokka skrambi vel, í umfjöllun á Rás 2.