Selfoss tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla með 4:3 sigri á Víði í frábærum leik sem fór í framlengingu á Jáverks-vellinum á Selfossi. Víðismenn hafa átti góðugengi að fagna í 3.

Selfoss tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla með 4:3 sigri á Víði í frábærum leik sem fór í framlengingu á Jáverks-vellinum á Selfossi. Víðismenn hafa átti góðugengi að fagna í 3. deild og bikarkeppninni, unnið hvern einasta leik, en bikarævintýri þeirra lauk í gær eftir hetjulega baráttu.

Richard Sæþór Sigurðsson kom Selfossi í forystu á 30. mínútu og var staðan 1:0 í hálfleik. Richard skoraði annað mark leiksins á 49. mínútu og var það keimlíkt því fyrra, fékk sendingu inn í teig sem hann afgreiddi snyrtilega. Allt útlit var fyrir öruggan sigur heimamanna þar til Aleksandar Stojkovic tókst að minnka muninn í 2:1 á 61. mínútu eftir klaufaleg mistök í vörninni. Síðan jafnaði Björn B. Vilhjálmsson metin á 78. mínútu með þrumuskoti af löngu færi í slána og inn.

Selfoss náði aftur forystunni strax í kjölfarið. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði á 79. mínútu, í fyrstu sókn liðsins eftir mark Víðis. Víðismenn gáfust ekki upp og Aleksandar Stojkovic skoraði annað mark sitt í leiknum og jafnaði metin í 3:3 eftir önnur mistökin í vörn Selfoss.

Sigurmarkið kom í framlengingu á 104. mínútu þegar Andy James Pew stangaði boltann í netið og kom Selfossi í 4:3, sem voru lokatölur.