Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Guðmund Kjartansson í 9. umferð Skákþings Íslands í gær og deilir nú toppsætinu með Héðni Steingrímssyni og Braga Þorfinnssyni, sem unnu sínar skákir. Þremenningarnir hafa hlotið sex og hálfan vinning.
Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Guðmund Kjartansson í 9. umferð Skákþings Íslands í gær og deilir nú toppsætinu með Héðni Steingrímssyni og Braga Þorfinnssyni, sem unnu sínar skákir. Þremenningarnir hafa hlotið sex og hálfan vinning. Teflt er í Tónlistarskóla Seltjarnarness en mótinu lýkur á morgun. benedikt@mbl.is