[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Næsti mánuður verður fullur af góðum fótbolta þar sem margir af fremstu fótboltamönnum heims reyna að leggja sitt af mörkum svo að liðið komist áfram og standi að lokum uppi sem hópurinn sem hampar bikarnum, þeim sem kenndur er við Henri Delaunay.

Næsti mánuður verður fullur af góðum fótbolta þar sem margir af fremstu fótboltamönnum heims reyna að leggja sitt af mörkum svo að liðið komist áfram og standi að lokum uppi sem hópurinn sem hampar bikarnum, þeim sem kenndur er við Henri Delaunay. Í ár kveður hins vegar við nýjan tón og það svo um munar. Við Íslendingar eigum nefnilega lið á EM. Við erum með, góðir Íslendingar.

Þetta eru auðvitað stórkostleg tímamót sem setja mótið í nýtt og magnað samhengi þar sem strákarnir okkar eru í fyrsta sinn komnir á stóra sviðið. Fram undan er því skemmtun sem ekki gleymist og það er von okkar sem settum þetta blað saman að það verði ykkur, lesendur góðir, handbókin sem er ómissandi að hafa til taks þegar flautað verður til leiks. Allt um liðin, leikmennina og leikina fram undan, ásamt fróðleik til gagns og gamans. EM hefst í dag – góða skemmtun.