Klippa Gott er að taka tímarit með.
Klippa Gott er að taka tímarit með. — Morgunblaðið/Ómar
Klippiverksmiðju fyrir krakka í Gerðarsafni verður á morgun laugardaginn, 11. júní, kl. 13-15. Í klippiverksmiðjunni verður leikið með orð og klippimyndir í anda yfirstandandi sýningar Söru Björnsdóttur. Hvernig spila orð og myndir saman?

Klippiverksmiðju fyrir krakka í Gerðarsafni verður á morgun laugardaginn, 11. júní, kl. 13-15. Í klippiverksmiðjunni verður leikið með orð og klippimyndir í anda yfirstandandi sýningar Söru Björnsdóttur. Hvernig spila orð og myndir saman? Hvaða áhrif hefur útlit texta á lesandann? Er hægt að lesa myndir? Gott væri ef þátttakendur kæmu með tímarit með sér til að klippa upp úr. Smiðjan hentar allri fjölskyldunni og er opin öllum frá kl. 13-15. Smiðjunni stýra Halla Þórlaug Óskarsdóttir rithöfundur og Linn Björklund myndlistarmaður.

Klippiverksmiðjan verður í Stúdíói Gerðar á neðri hæð safnsins og má þar einnig gera veggverk í anda víraskúlptúra Gerðar Helgadóttur. Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur, safneignarrýmið + Safneignin og Garðskálinn eru einnig opin.