Michael Carrick
Michael Carrick
Michael Carrick hefur gert eins árs samning við Manchester United. Hann gekk til liðs við Manchester United frá Tottenham árið 2006 og hefur lengi verið einn farsælasti leikmaður liðsins.

Michael Carrick hefur gert eins árs samning við Manchester United. Hann gekk til liðs við Manchester United frá Tottenham árið 2006 og hefur lengi verið einn farsælasti leikmaður liðsins.

Fyrri samningur Carricks átti að renna út í lok mánaðar og hafði ástralska A-deildarliðið Perth Glory reynt að fá hann í sínar raðir. José Mourinho, nýr þjálfari Manchester United, telur að Carrick geti enn gegnt hlutverki á Old Trafford og mun ekki hafa hikað við að bjóða kappanum eins árs samning.

„Carrick hefur mikla reynslu eftir mörg ár hjá félaginu og þekking hans verður dýrmæt fyrir mig. Ég hlakka til að vinna með honum,“ sagði Mourinho.

„Ég er mjög ánægður með að þetta ævintýralega ferðalag haldi áfram. Það er frábært að fá þann möguleika að vinna fyrir Mourinho,“ hafði Carrick um málið að segja. johannes@mbl.is