Hjónin Matthías og Jóhanna.
Hjónin Matthías og Jóhanna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Matthías fæddist á Grenivík 10.6. 1926 og ólst þar upp. Hann var ungur er hann missti föður sinn, sem var einn fjögurra sem komust lífs af eftir miklar þrekraunir er þilskipið Talismann fórst við Súgandafjörð en náði aldrei fullri heilsu.

Matthías fæddist á Grenivík 10.6. 1926 og ólst þar upp. Hann var ungur er hann missti föður sinn, sem var einn fjögurra sem komust lífs af eftir miklar þrekraunir er þilskipið Talismann fórst við Súgandafjörð en náði aldrei fullri heilsu.

Eftir þá raun ólst Matthías upp á Miðgörðum með móður sinni og systkinum, á heimili móðurforeldra sinna, Friðriku Kristjánsdóttur húsfreyju og Stefáns Stefánssonar útgerðarmanns.

Matthías fór til sjós um fermingu, reri á Gunnari TH, með Stefáni, móðurbróðir sínum, síðar á Verði TH og fleiri skipum og fór síðan á Svalbak EA.

Matthías gerðist lögreglumaður á Akureyri 1955: „Ég ætlaði upphaflega að leysa af í lögreglunni í þrjá mánuði en átti eftir að starfa þar í rúm 42 ár, lengst af sem varðstjóri. Í þá daga var það ekki aðeins löggæsla sem fylgdi starfinu, því að akstur sjúkrabifreiðar tilheyrði því.

Þegar útkall kom og einn var á vakt var skellt í lás eða fangar í fangahúsinu beðnir að svara í símann. Þetta gekk vel og var aldrei til stórra vandræða.“

Matthías stundaði frjálsar íþróttir, skíðagöngu og knattspyrnu, lék með Magna á Grenivík og síðar KA og vann til fjölda titla í ýmsum greinum. Hann er mikill áhugamaður um laxveiði, var einn af stofnendum Flúða á Akureyri, sat þar í stjórn til fjölda ára, var einn af stofnendum og í stjórn Sjóstangaveiðifélags Akureyrar og vann þar til fjölda verðlauna. Hann varð í tvígang Evrópumeistari í sjóstangaveiði.

Matthías hefur verið virkur í starfi Oddfellow-hreyfingarinnar um langt árabil.

Fjölskylda

Eiginkona Matthíasar er Jóhanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fyrrv. aðalbókari. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóhannesdóttir, f. í Litla-Laugardal í Tálknafirði 21.9. 1904, d. 23.3. 1993, húsfreyja á Akureyri, og Pálmi Friðriksson, f. á Naustum við Akureyri 29.10. 1900‚ d. 16.2. 1970, útgerðarmaður og sjómaður á Akureyri.

Börn Matthíasar og Jóhönnu Maríu eru 1) Pálmi Matthíasson, f. 21.8. 1951, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli í Reykjavík, en eiginkona hans er Unnur Ólafsdóttir, kennari og verslunarmaður, og er dóttir þeirra Hanna María, f. 25.9 1975, viðskiptafræðingur, en maður hennar er Davíð Freyr Oddsson og eru þeirra börn Unnur María, f. 2003, Pálmi Freyr, f. 2006, og Helgi Freyr, f. 2012; 2) Stefán Einar Matthíasson, f. 4.5. 1958, doktor í æðaskurðlækningum, en eiginkona hans er Ásdís Ólöf Gestsdóttir, viðskiptafræðingur og flugmaður, og eru börn þeirra Björn Thor og Thelma Eir, f. 2003, en fyrri eiginkona Stefáns Einars er Jónína Benediktsdóttir og eru þeirra börn Jóhanna Klara, f. 1984, lögfræðingur, en hennar maður er Stefán Bjarnason og sonur þeirra Stefán Kári, f. 2012, Matthías f. 1986, verkfræðingur, en hans kona er Heiða Aníta Hallsdóttir, Tómas Helgi, f. 1989, háskólanemi. 3) Gunnar Rúnar Matthíasson, f. 4.4. 1961, sjúkrahúsprestur í Reykjavík, en eiginkona hans er Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ, og eru þeirra börn Guðmundur Már, 1991, Anna Rún, f. 1991, og Margrét Tekla, f. 2004.

Systkini Matthíasar eru Friðrika Halldóra Einarsdóttir, f. 18.3. 1918, d. 8.4. 1982, húsfreyja á Akureyri; Guðríður Einarsdóttir, f. 15.1. 1920, d. 14.2. 1920; Margrét Einarsdóttir, f. 15.1. 1920, d. 19.5. 1920; Alda Einarsdóttir , f. 25.2. 1922, d. 28.12. 1988, húsfreyja og framreiðslukona á Akureyri, Þorsteinn Mikael Einarsson, f. 23.8. 1924, d. 31.12. 2006, vélstjóri og skipstjóri á Ólafsfirði, og Einar Guðbjartsson Einarsson, f. 28.4. 1928, d. 9.8. 1984, lögreglumaður á Akureyri.

Foreldrar Matthíasar voru Einar Guðbjartsson, f. 9.11. 1896, d. 13.11. 1927, vélstjóri á Grenivík, og Guðrún Stefánsdóttir, f. 31.12. 1898, d. 14.3. 1990, húsfreyja á Grenivík og síðar á Akureyri.