Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Starfsmenn Evrópska knattspyrnusambandsins hafa á heimasíðu sambandsins sett fram lista yfir möguleg byrjunarlið allra liðanna sem leika á Evrópumótinu í Frakklandi.

Starfsmenn Evrópska knattspyrnusambandsins hafa á heimasíðu sambandsins sett fram lista yfir möguleg byrjunarlið allra liðanna sem leika á Evrópumótinu í Frakklandi.

UEFA-menn eru sammála mörgum spekingum hér heima um að Jón Daði Böðvarsson verði í byrjunarliðinu á kostnað Alfreðs Finnbogasonar, en mikið hefur verið talað um möguleikann á að Jón Daði geti pirrað miðvörðinn Pepe upp úr öllu valdi.

Byrjunarliðið að mati uefa.com: Markvörður – Hannes Þór Halldórsson, bakverðir – Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason, miðverðir – Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, miðjumenn – Gylfi Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, kantmenn – Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson, sóknarmenn – Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði.