— Morgunblaðið/Sigurður Jökull
10. júní 1968 Stúdentar voru útskrifaðir í fyrsta sinn frá Kennaraskóla Íslands þegar skólanum var slitið í sextugasta sinn. 10. júní 1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð.

10. júní 1968

Stúdentar voru útskrifaðir í fyrsta sinn frá Kennaraskóla Íslands þegar skólanum var slitið í sextugasta sinn.

10. júní 1986

Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Á honum er mynd af Ragnheiði Jónsdóttur, en hún var kona tveggja Hólabiskupa og annáluð hannyrðakona.

10. júní 1993

Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá var brotinn þegar erlendir ferðamenn komu að honum. Boginn hafði verið heill tveimur vikum áður.

10. júní 2001

Konur fluttu ávörp í fyrsta sinn við hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík, en sjávarútvegsráðherra og fulltrúum útgerðarmanna var ekki boðin þátttaka vegna setningar bráðabirgðalaga á verkfall sjómanna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson