José Mourinho , knattspyrnustjóri Manchester United, falið forráðamönnum liðsins að undirbúa sölu á ítalska bakverðinum Matteo Darmian . Ítalskir fjölmiðar greina frá þessu en Mourinho leggur þessa daga drög að leikmannahóp Manchester-liðsins fyrir næstu leiktíð. Darmian gekk í raðir Manchester United í fyrra og kom við sögu í 39 leikjum liðsins á síðasta tímabili.
Danski varnarmaðurinn Daniel Agger sem lék með Liverpool á árunum 2006 til 2014 hefur ákveðið að láta gott heita og hætta knattspyrnuiðkun sinni, en Agger, sem hefur leikið með uppeldisfélagi Bröndby undanarin tvö ár, er aðeins 31 árs gamall.
Agger lék 232 leiki með Liverpool og klæddist dönsku landsliðstreyjunni 75 sinnum og skoraði 12 mörk fyrir þjóð sína. Agger var enskur deildarbikarmeistari með Liverpool og tók þátt í tveimur stórmótum með Danmörku, á HM í Suður-Afríku 2010 og EM sem haldið var í Póllandi og Úkraínu árið 2012.
Daninn Mikkel Hansen og Rúmeninn Cristina Neagu hafa verið útnefnd besta handboltafólk ársins 2015 af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF. Sérstök dómnefnd á vegum IHF útnefndi tíu leikmenn í karla- og kvennaflokki í kjörinu og fjölmiðlar og almenningur tók svo þátt í velja þau bestu.
Hansen varð efstur hjá körlunum og þar á eftir komu Nikola Karabatic (Frakklandi), Domagoj Duvnjak (Krótaíu), Thierry Omeyer (Frakklandi) og Rafal Capote (Katar) sem hafnaði í fimmta sæti.
Neagu var hlutskörpust hjá konum en þar á eftir komu: Heidi Løke (Noregi), Nycke Groot (Hollandi), Karolina Kudlacz-Gloc (Póllandi) og Nora Mørk (Noregi), sem varð í fimmta sæti.
Norðurírski knattspyrnustjórinn Neil Lennon hefur tekið við stjórnartaumunum hjá skoska félagsliðinu Hibernian, en hann hefur verið án starfs eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá Bolton í vor.