Fiskveiðar Hafró hefur kynnt ráðgjöf sína fyrir næsta kvótaár.
Fiskveiðar Hafró hefur kynnt ráðgjöf sína fyrir næsta kvótaár. — Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar kynntu í gær ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt henni verða aflaheimildir í þorski auknar um 5.000 tonn, fara í 244 þúsund tonn.

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar kynntu í gær ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt henni verða aflaheimildir í þorski auknar um 5.000 tonn, fara í 244 þúsund tonn. Óbreytt ráðgjöf er í ufsa, eða 55 þúsund tonn, og aflahámark í ýsu lækkar um 1.800 tonn, fer niður í 34.600 tonn.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, áætla að tekjuaukning af auknum veiðiheimildum umfram samdrátt gæti numið um milljarði króna. Aukinn þorskkvóti skilar um tveimur milljörðum króna en á móti er samdráttur í löngu, ýsu og íslenskri sumargotssíld. Formaður SFS, Jens Garðar Helgason, segir að þar á bæ hafi verið búist við meiru, einkum í þorski. Þá segjast smábátasjómenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með ráðgjöfina.

Fram kom á kynningarfundi sérfræðinga Hafró í gær að hrygningarstofn þorsks hefði stækkað á undanförnum árum og hefði ekki verið stærri í 40 ár. Veiðihlutfall hefur lækkað og er það lægsta á því tímabili sem gögnin ná yfir. Nýliðun þorsks hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 1998. aij@mbl.is 6