Artem Frankov
Football.ua
Twitter.com/frankov11
Það má segja að leikkerfi Úkraínu sé hið dæmigerða 4-2-3-1 kerfi nútímans sem Spánn fullkomnaði. Aftur á móti hefur leikkerfið sem Mykhaylo Fomenko lætur liðið sitt spila ákveðna sérstöðu. Mikil áhersla er lögð á skyndisóknir, að halda forminu og aganum þar til tækifæri gefst, jafnvel þótt það sé aðeins eitt tækifæri í öllum leiknum.
Lykilþáttur kerfis þeirra er þétt varnaruppstilling sem sjö til níu útileikmenn taka þátt í. Meira að segja Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka, stjörnur liðsins á köntunum, eiga að leggja sitt af mörkum varnarlega, og allir þrír miðjumenn liðsins skýla varnarlínunni.
Það þýðir að Úkraína er ekki með neina ,,tíu“ í þeim skilningi. Allir miðjumennirnir eru vinnuþjarkar sem hlaupa lengd vallarins. Ruslan Rotan er hættulegur í föstum leikatriðum og tekur þau flest, þó tekur hinn örvfætti Yarmolenko oft hornspyrnur hægra megin. Miðverðirnir Yevgeny Khacheridi og Olexandr Kucher, ásamt hægri bakverðinum Artem Fedetskiy og varnartengiliðnum Taras Stepanenko eru allir hættulegir í loftinu.
Vörnin er hornsteinninn
Þeir eru virkilega hættulegir en hinn sanni hornsteinn Úkraínu mun vera áreiðanlega vörnin. Þeir munu þurfa að spila þéttan og kæfandi varnarleik sem forðast ekki langar sendingar, sérstaklega á móti Póllandi og Þýskalandi. Skiljanlega líta margir á Fomenko sem íhaldssaman þjálfara, líkt og hans sigursæli kennari, Valeriy Lobanovskiy, var.,,Allt eða ekkert“ lýsir meðferð Fomenkos á leikmönnum sínum. Hann leggur afar mikið traust í þá sem hann treystir og þeir sem eru úti í kuldanum geta ekki vænst þess að fá sæti á bekknum, hvað þá í byrjunarliðinu. Á síðustu mánuðum hefur aðeins Viktor Kovalenko, unga miðjumanni Shakhtar, tekist að vinna sér sæti í þessu óbreytanlega liði. Íhaldssemi Fomenkos þýðir samt að auðvelt er að giska á byrjunarliðið með tiltölulegu öryggi.
Framherjinn í sex mánaða banni
Það þyrfti sérstakar aðstæður, meiðsli eða bann, til þess að nokkur annar leikmaður fái byrjunarliðssæti, en stöðugleiki er stór styrkleiki liðsins. En það er einnig veikleiki að vissu leyti, því það skortir góða varamenn ef hlutirnir ganga illa.Lokaniðurstaðan er hins vegar sú að það er enginn til þess að leysa framherjann Roman Zozulya af. Svo ekki sé minnst á það að hann og Rotan voru úrskurðaðir í sex mánaða bann frá knattspyrnu innanlands eftir að hafa ráðist á dómara í undanúrslitaleik bikarkeppninnar.
Líklegt byrjunarlið : Pyatov – Butko, Khacheridi, Kucher, Shevchuk – Stepanenko, Rotan – Yarmolenko, Garmash, Konoplyanka – Zozulya.