Þungt pass.

Þungt pass. S-Allir

Norður
93
106542
973
532

Vestur Austur
Á74 D1052
Á G73
ÁDG86 102
Á974 G1086

Suður
KG86
KD96
K54
KD

Suður spilar 3 dobluð.

Sjálfsagt hefur það verið af kerfisástæðum sem Lynn Deas dró þungt pass upp úr sagnboxinu. Hún var í vestur og suður vakti á sterku grandi (15-17). Deas og makker hennar Juanita Chambers spila flókna vörn við grandopnun, þar sem dobl sýnir fjórlit í öðrum hálitnum og lengri láglit til hliðar. Dobl kom því vart til greina og Deas valdi að bíða átekta með passi.

Sú bið hefði auðvitað getað orðið til eilífðarnóns, því punktar eru takmörkuð auðlind og augljóslega ekki mikið eftir handa norðausturhorninu. En þá það. Dánarnir eru dýrir á hættunni þótt ódoblaðir séu. Og svo er aldrei að vita.

NS voru Irina Levitina og Kerri Sanborn. Sú síðarnefnda var með eyðimörkina í norður og yfirfærði í hjarta með 2. Levitina sagði 2 og nú doblaði Deas til úttektar. Chambers sagði 2 og Levitina barðist í 3. Aftur dobl, allir pass og feitur 800-kall fyrir þrjá niður.