— Ljósmynd/Bernódus Óli Einarsson
Hnúfubakur skemmti farþegum um borð í hvalaskoðunarbátnum Níelsi Jónssyni suður af Hauganesi við Eyjafjörð á dögunum. Hvalurinn stökk í um klukkustund og lamdi sporði og bægslum í hafið þess á milli.
Hnúfubakur skemmti farþegum um borð í hvalaskoðunarbátnum Níelsi Jónssyni suður af Hauganesi við Eyjafjörð á dögunum. Hvalurinn stökk í um klukkustund og lamdi sporði og bægslum í hafið þess á milli. „Hann var bara um þrjátíu metra frá okkur og stökk í heilan klukkutíma. Það var æðisleg stemning um borð,“ sagði Bernódus Óli Einarsson, leiðsögumaður, sem tók myndina.