Rokkað Grísalappalísa kemur fram auk Teits, Snorra Helgasonar og fleiri.
Rokkað Grísalappalísa kemur fram auk Teits, Snorra Helgasonar og fleiri. — Morgunblaðið/Eggert
Það verður heljarinnar tónlistardagskrá á viskíbarnum Dillon í Reykjavík um helgina en alls munu fimmtán hljómsveitir stíga þar á svið.

Það verður heljarinnar tónlistardagskrá á viskíbarnum Dillon í Reykjavík um helgina en alls munu fimmtán hljómsveitir stíga þar á svið. Sveitirnar eru bæði íslenskar og erlendar en á meðal þeirra sem koma fram eru Grísalappalísa, Snorri Helgason, Kontinuum, Teitur Magnússon og Moji & The Midnight Sons.

Þess má geta að tvö ár eru síðan síðasta breiðskífa Grísalappalísu, Rökrétt framhald , kom út og ekki ólíklegt að nokkir slagarar af þeirri plötu muni fá að njóta sín. Þá má þess einnig geta að Teitur Magnússon gaf út verkið 27 síðla árs 2014 og var það tilnefnt til Norrænu tónlistarverðlaunanna.

Þá verður einnig efnt til grillveislu í bakgarði staðarins sem stendur við Laugaveg 30. Tónleikarnir hefjast að jafnaði klukkan 20 og standa til miðnættis. Það er síðan engin önnur en rokkarinn Andrea Jónsdóttir sem mun þeyta skífum frá miðnætti öll kvöldin.