Góð eða slæm? S-AV Norður &spade;DG109 &heart;53 ⋄Á109 &klubs;D962 Vestur Austur &spade;K85432 &spade;76 &heart;D1087 &heart;G96 ⋄K4 ⋄G86532 &klubs;5 &klubs;108 Suður &spade;Á &heart;ÁK42 ⋄D7 &klubs;ÁKG743 Suður spilar 7&klubs;.

Góð eða slæm? S-AV

Norður
DG109
53
Á109
D962

Vestur Austur
K85432 76
D1087 G96
K4 G86532
5 108

Suður
Á
ÁK42
D7
ÁKG743

Suður spilar 7.

Reiknimeistarar segja að alslemma í sveitakeppni standi á sléttu ef vinningslíkur eru 56%. Er þá miðað við að andstæðingarnir segi hálfslemmu á hinu borðinu. Svo dæmi sé tekið: 7 utan hættu gefa 1440, en 6 með yfirslag 940. Munurinn umreiknast í 11 impa. Ef aðeins tólf slagir eru í boði þá tapar sveitin sem sagði alslemmuna 14 impum.

Spil dagsins er frá viðureign Jimmy Cayne og DiFranco í 32ja liða úrslitum Spingold. Liðmaður Cayne, Mustafa Cem Tokey, varð sagnhafi í 7 á öðru borðinu. Tólf slagir blasa við með því að trompa tvö hjörtu í blindum og besti möguleikinn á úrslitaslagnum virðist vera trompsvíning fyrir K. Mustafa var á þeirri leið, en hætti snarlega við þegar austur reyndist eiga tvílit í spaða. Þá var ekki um annað að ræða en klára trompin í þeirri von að vestur ætti líka K.

Alslemman vannst því, en nær hún 56%?