Yfirleitt sjást aðeins um tíu snæuglur á ári á Íslandi. Sú sem Alex Máni sá um liðna helgi flaug of hratt yfir til þess að hann næði af henni meiri nærmynd en hér sést.

Yfirleitt sjást aðeins um tíu snæuglur á ári á Íslandi. Sú sem Alex Máni sá um liðna helgi flaug of hratt yfir til þess að hann næði af henni meiri nærmynd en hér sést. Snæugla, Bubo scandiacus, er önnur tveggja tegunda ugla á Íslandi, hin er brandugla sem verpir hér að staðaldri. Snæuglan verpir hér stundum um miðjan maí og eru eggin þá eitt til fimm talsins. Snæuglur eru 53-66 cm og rúm tvö kg. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. Þær lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri.

www.visindavefur.is

www.visindavefur.is