Fljótur Ari Bragi Kárason á hlaupabrautinni á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í gærkvöldi.
Fljótur Ari Bragi Kárason á hlaupabrautinni á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í gærkvöldi. — Ljósmynd/JAS
Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason úr FH kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á 10,38 m á sekúndu í sýningaratriði við setningu 19. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í gærkvöldi.

Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason úr FH kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á 10,38 m á sekúndu í sýningaratriði við setningu 19. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þetta er hraðamet á Íslandi og hefði dugað Ara Braga til að komast á Ólympíuleikana í Ríó hefði það verið gilt. Meðvindur var aftur á móti of mikill.

Í hlaupinu keppti Ari Bragi á móti spretthlaupurunum Kolbeini Heði Gunnarssyni, Degi Andra Einarssyni, Trausta Stefánssyni og Patreki Andrési Axelssyni. Patrekur Andrés er blindur og hljóp með fylgdarhlaupara. Kolbeinn Höður varð Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands um seinustu helgi þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 10,61 sekúndu og var 9 hundruðustu úr sekúndu frá vikugömlu Íslandsmeti Ara Braga sem gat ekki keppt á mótinu. sport@mbl.is