Kór Stúlknakór Frederiksbergkirkju hefur haldið tónleika víða um heim.
Kór Stúlknakór Frederiksbergkirkju hefur haldið tónleika víða um heim.
Stúlknakór Frederiksbergkirkju heldur tónleika kl. 17 á morgun, sunnudag 1. ágúst, í Norræna húsinu. Kórinn var stofnaður árið 1984 af núverandi stjórnanda kórsins, Lis Vorbeck.

Stúlknakór Frederiksbergkirkju heldur tónleika kl. 17 á morgun, sunnudag 1. ágúst, í Norræna húsinu. Kórinn var stofnaður árið 1984 af núverandi stjórnanda kórsins, Lis Vorbeck. Á kórferðalagi sínu til Íslands eru með í för 19 stúlkur ásamt organistanum Allan Rasmussen. Þær eru þekktar fyrir að syngja eins og englar við messur í Frederiksbergkirkju og við aðrar uppákomur.

Frítt inn og allir velkomnir.