Blaðið DV Bréfritari er ekki sáttur við framkomu í sinn garð.
Blaðið DV Bréfritari er ekki sáttur við framkomu í sinn garð. — Morgunblaðið/Sverrir
Það var í mars sem hringt var í mig frá DV og spurt hvort ég vildi blaðið frítt í 3 mánuði. Ég var treg til þess enda kaupi ég Morgunblaðið, en lét samt tilleiðast.

Það var í mars sem hringt var í mig frá DV og spurt hvort ég vildi blaðið frítt í 3 mánuði. Ég var treg til þess enda kaupi ég Morgunblaðið, en lét samt tilleiðast. Í maí var tvívegis hringt í blaðið og óskað eftir því að hætta að senda mér blaðið en það kemur enn. Svo fæ ég rukkun um mánaðargjald með dráttarvöxtum fyrir júní og á ég líka að borga mánaðarlega til fyrsta september því ég fékk blaðið frítt á undan. Ég veit um fjórar konur hér sem fengu þetta tilboð eins og ég, en við erum allar á níræðisaldri. Þær lenda sennilega í sömu málum og ég með þetta. Er hægt að koma svona fram við gamalt fólk?

Guðlaug Vagnsdóttir.