Efsti kylfingur heimslistans í golfi, Jason Day frá Ástralíu, er á meðal efstu manna þegar síðasta risamót ársins, PGA-meistaramótið, er hálfnað í New Jersey í Bandaríkjunum. Day lék mjög vel á öðrum hringnum í gær og var á fimm höggum undir pari.

Efsti kylfingur heimslistans í golfi, Jason Day frá Ástralíu, er á meðal efstu manna þegar síðasta risamót ársins, PGA-meistaramótið, er hálfnað í New Jersey í Bandaríkjunum. Day lék mjög vel á öðrum hringnum í gær og var á fimm höggum undir pari. Er hann samtals á sjö undir pari.

Day er tveimur höggum á eftir efsta manni, Jimmy Walker frá Bandaríkjunum, sem lék á fjórum undir pari í gær. Argentínumaðurinn Emiliano Grillo heldur sínu striki og er sjö undir pari eftir að hafa leikið á 66 og 67 höggum.

Svíinn Henrik Stenson sigraði á síðasta risamóti, Opna breska meistaramótinu, á sex undir pari samtals. Þá má nefna að fyrrverandi sigurvegari á mótinu, Martin Kaymer frá Þýskalandi, er á fimm undir.

Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Jordan Spieth og Zach Johnson eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um sigur. Fowler er fjögur högg undir pari en hinir tveir eru þrjú högg undir pari.

N-Írinn Rory McIlroy virtist vera að missa af niðurskurði keppenda þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Útlit var fyrir að skorið yrði niður við eitt högg yfir pari og var McIlroy þrjú yfir pari. Dustin Johnson sigurvegari á Opna bandaríska var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. kris@mbl.is