Helga Sigríður
Helga Sigríður
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar einkasýningu sína, Sóley, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu kl. 14 í dag, laugardag 30. júlí.
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar einkasýningu sína, Sóley, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu kl. 14 í dag, laugardag 30. júlí. Um sýninguna segir Helga Sigríður: „Áhugi minn á íslenskum lækningajurtum varð til þess að ég ákvað að nota þær sem viðfangsefni sýningar minnar og þá aðallega vegna litar og forms. Brennisóley varð að þessu sinni fyrir valinu vegna gula litarins. Guli litur sóleyjarinnar skreytir græn tún landsins, fellur vel að björtum bláum sumarhimni og lífgar upp á gráa rigningardaga. Þetta tignarlega en viðkvæma blóm lifir villt í íslenskri náttúru og birtist sem kraftmikið og litríkt blóm í verkum mínum.“