Safn Sigur Rós er meðal þeirra sveita sem eiga lög á plötunni.
Safn Sigur Rós er meðal þeirra sveita sem eiga lög á plötunni. — Morgunblaðið/hag
Í síðasta mánuði tilkynntu aðstandendur bresku tónlistarhátíðarinnar Glastonbury að þeir myndu gefa út safndisk með lifandi flutningi hljómsveita sem komu fram á hátíðinni í ár til styrktar flóttamönnum.

Í síðasta mánuði tilkynntu aðstandendur bresku tónlistarhátíðarinnar Glastonbury að þeir myndu gefa út safndisk með lifandi flutningi hljómsveita sem komu fram á hátíðinni í ár til styrktar flóttamönnum. Hátíðarskipuleggjendur ákváðu að leggjast í verkefnið til heiðurs Jo Cox, fyrrverandi meðlim Verkamannaflokksins í Bretlandi, en hún var myrt 16. júní síðastliðinn.

Lagalistinn fyrir safndiskinn, sem ber titilinn Oxfam Presents: Stand As One - Glastonbury Live 2016 , var birtur í gær en þar kennir ýmissa grasa. Meðal þeirra sem eiga flutning á plötunni eru Sigur Rós, Chvrches, Foals, Coldplay, The Last Shadow Puppets, Muse, Years & Years, New Order, Editors og Madness. Platan kemur út á netinu 5. ágúst en útgáfa geisladisks mun bíða til 19. ágúst.