Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nokkuð misjafnt er eftir landshlutum hvort lögregla krefji sveitarfélög um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða.

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Nokkuð misjafnt er eftir landshlutum hvort lögregla krefji sveitarfélög um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða. Sveitarfélög á Suðurnesjum virðast ekki hafa verið krafin um slíka greiðslu en ÍBV var krafið um fjórar milljónir króna fyrir löggæslu á síðustu Þjóðhátíð.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist mótfallinn þessu.

„Við erum mjög ósátt við að þetta skuli leggjast svona þungt á bæjarhátíðir á landsbyggðinni, en þegar um er að ræða hátíðir á stórhöfuðborgarsvæðinu, þá greiðir ríkið það,“ segir Elliði. Þetta er nánast eins og það væri rukkað fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni en ekki í borginni.“

Akraneskaupstaður var til að mynda jafnan krafinn um milljón króna vegna löggæslu við Írska daga, eða þar til lögregluembættin á Vesturlandi voru sameinuð í eitt.

„Við náðum samkomulagi við nýja lögreglustjórann um að við myndum ekki greiða þennan kostnað,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.

Löggæslukostnaður
» Heimild er í lögum um innheimtu löggæslukostnaðar vegna skemmtana.
» Deilt er um lögmæti innheimtu fyrir bæjarhátíðir.