Byggðastofnun Starfsmenn vinna nú að gerð nýrrar byggðaáætlunar.
Byggðastofnun Starfsmenn vinna nú að gerð nýrrar byggðaáætlunar. — Ljósmynd/Óli Arnar
Byggðastofnun vinnur nú að nýrri byggðaáætlun fyrir tímabilið 2017-2023. Hægt er að leggja fram tillögur um verkefni gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þær verða síðan lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún mun taka afstöðu til þeirra.

Byggðastofnun vinnur nú að nýrri byggðaáætlun fyrir tímabilið 2017-2023. Hægt er að leggja fram tillögur um verkefni gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þær verða síðan lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún mun taka afstöðu til þeirra.

Á þessu vefsvæði má m.a. finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknaráætlanir landshluta.

Tillögur að nýrri byggðaáætlun eiga að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóvember nk. og ráðherra byggðamála mun síðan leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi.

Samkvæmt nýjum lögum skal byggðaáætlun nú ná til sjö ára í stað fjögurra áður, ná til landsins alls og mótast í samráði við sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra, ráðuneytin og stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál.

Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, segir það áður hafa verið gert að óska eftir tillögum í byggðaáætlun, en nú sé það gert með markvissari hætti.

„Núna erum við að nýta okkur betri tækni og erum komin með tillöguform sem hægt er að fylla út rafrænt og senda okkur á einfaldan hátt. Það er eftirsóknarvert að fá fram skoðanir og viðhorf svo ekki sé talað um beinar tillögur. Og við höfum nú þegar fengið viðbrögð og beinar tillögur.

Þarna erum við að stíga spor í átt að því að opna ferlið enn meir en með því að halda fundi um byggðaáætlunina og viljum líka með því auka umræður og áhuga á áætluninni,“ segir Snorri Björn.