Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að mjótt er á mununum á fylgi forsetaframbjóðendanna tveggja; þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump.

Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að mjótt er á mununum á fylgi forsetaframbjóðendanna tveggja; þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump.

Vefsíðan Real Clear Politics birti í gærkvöldi niðurstöður nokkurra kannana sem gerðar voru í gær, daginn eftir að Clinton var formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. Niðurstöðurnar eru nokkuð mismunandi, t.d. sýnir könnun Reuters-fréttastofunnar forskot Clinton sem mælist með 40% fylgi á móti 35% fylgi Trumps.

Samkvæmt annarri könnun, sem dagblaðið LA Times lét gera, er Trump aftur á móti með 47% fylgi og Clinton 41%. Þegar meðaltal kannana sem gerðar voru í gær er reiknað út er niðurstaðan sú að fylgi þeirra er hnífjafnt.