Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í Hafnarfirði í vikunni og lagði hald á samtals um 300 kannabisplöntur. Önnur ræktunin var í íbúðarhúsi í bænum, en hin í iðnaðarhúsnæði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í Hafnarfirði í vikunni og lagði hald á samtals um 300 kannabisplöntur. Önnur ræktunin var í íbúðarhúsi í bænum, en hin í iðnaðarhúsnæði. Einn var handtekinn í tengslum við rannsóknina á kannabisræktuninni í iðnaðarhúsnæðinu og játaði viðkomandi sök. Skýrslutökum í hinu málinu er hins vegar ólokið, en þar var kannabisræktun í tveimur herbergjum hússins. Þessu til viðbótar handtók lögreglan sölumann fíkniefna í Hafnarfirði, en við húsleit á heimili hans í bænum var lagt hald á kannabisefni og e-töflur. Þar var einnig að finna fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.