— Morgunblaðið/Júlíus
30. júlí 1951 Örn Clausen, 22 ára laganemi, setti Norðurlandamet í tugþraut, hlaut 7.453 stig. Þetta var næstbesti árangur í heiminum það ár. 30.

30. júlí 1951

Örn Clausen, 22 ára laganemi, setti Norðurlandamet í tugþraut, hlaut 7.453 stig. Þetta var næstbesti árangur í heiminum það ár.

30. júlí 1961

Brúin yfir Hornafjarðarfljót var vígð en þar með komust Mýrar og Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu í vegasamband. Þá var hún önnur lengsta brú landsins, 255 metrar (aðeins Lagarfljótsbrú var lengri).

30. júlí 1994

Rúta með 32 erlenda ferðamenn valt út af þjóðveginum fyrir ofan Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu. Flestir farþeganna slösuðust og ellefu voru fluttir á sjúkrahús.

30. júlí 1998

Stórbruni varð í Reykjavík þegar hús Nýja bíós við Lækjargötu eyðilagðist. Þar voru skemmtistaðir, verslanir og skrifstofur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson