Fnjóskadalur Búist er við að hefðbund-inn gangagröftur hefjist innan skamms
Fnjóskadalur Búist er við að hefðbund-inn gangagröftur hefjist innan skamms — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Enn stendur yfir gröftur í gegnum misgengissprungu við Fnjóskadalsstafn Vaðlaheiðarganga.

Enn stendur yfir gröftur í gegnum misgengissprungu við Fnjóskadalsstafn Vaðlaheiðarganga. Vatnsleki hefur valdið töfum en Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, býst við því að hægt verði að hefja hefðbundinn ganga-gröft þeim megin ganganna seinni hluta ágústmánaðar.

Gangagröftur Eyjafjarðarmegin gengur á hinn bóginn sinn vanagang. Verktakar vinna einnig að því að byggja upp veg frá Fnjóskárbrú að gangamunnanum. Í þessum áfanga verður aðeins unnið við undirlag vegarins en hann verður ekki tengdur hringveginum að sinni. Miklir haugar af efni sem ekið hefur verið úr göngunum setja svip á umhverfið. 6