Heildartekjur WOW air á fyrri helmingi ársins voru 11,7 milljarðar og jukust um 107% á milli ára. EBITDA á öðrum ársfjórðungi nam 1,2 milljörðum og jókst um 930 milljónir á milli ára .

Heildartekjur WOW air á fyrri helmingi ársins voru 11,7 milljarðar og jukust um 107% á milli ára. EBITDA á öðrum ársfjórðungi nam 1,2 milljörðum og jókst um 930 milljónir á milli ára . Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi var 400 milljónir samanborið við 185 milljóna tap á öðrum ársfjórðungi árið 2015.

Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 800 milljónir samanborið við 465 milljóna króna tap árið 2015. „Við erum mjög ánægð með afkomu félagsins á fyrri hluta ársins. Afkoman batnar um rúma tvo milljarða miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir að við séum að fjárfesta mikið í áframhaldandi vexti félagsins,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, í tilkynningu.