• Fanndís Friðriksdóttir er lykilmanneskja í liði Íslandsmeistara Breiðabliks sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins. • Fanndís fæddist 1990 og kemur úr Vestmannaeyjum.

Fanndís Friðriksdóttir er lykilmanneskja í liði Íslandsmeistara Breiðabliks sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins.

• Fanndís fæddist 1990 og kemur úr Vestmannaeyjum. Fanndís hefur leikið 152 leiki í efstu deild hérlendis með Breiðabliki og skorað 91 mark. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra. Erlendis lék hún með Arnar-Björnar og Kolbotn í Noregi. Fanndís hefur leikið 70 A-landsleiki og skorað 5 mörk. Hún tók þátt í lokakeppni EM með landsliðinu 2009 og 2013.