Danstækni Margrét Erla Maack kennir danstækni dívunnar Beyoncé Knowles.
Danstækni Margrét Erla Maack kennir danstækni dívunnar Beyoncé Knowles. — Morgunblaðið/Freyja Gylfadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Opinn Beyoncé-danstími undir leiðsögn Margrétar Erlu Maack verður kl. 17 í dag, laugardag 30. júlí, í Kramhúsinu. Tíminn kostar 2.000 krónur og rennur ágóðinn til Stígamóta.

Opinn Beyoncé-danstími undir leiðsögn Margrétar Erlu Maack verður kl. 17 í dag, laugardag 30. júlí, í Kramhúsinu. Tíminn kostar 2.000 krónur og rennur ágóðinn til Stígamóta. Tíminn er miðaður að byrjendum, en lengra komnir eru ekki síður sagðir geta haft gaman af.

Farið verður yfir grunnatriði í ýmsum rassahristum og annarri tækni sem Beyoncé er þekkt fyrir. Að sjálfsögðu verður dansað við tónlist dívunnar, en blandað er saman eldri tónlist hennar og nýrri.

Margrét Erla er fótafim og kann ýmislegt fyrir sér í danslistinni. Hún hefur kennt Beyoncé-dansa um nokkurt skeið, einnig magadans, hinn seiðandi dans frá Mið-Austurlöndum, Bollywood-kvikmyndadans frá Indlandi, burlesque, sem er kabarettskemmtidans fyrir fullorðna og diskódans svo fátt eitt sé talið.

Á Facebook-síðu um viðburðinn er þátttakendum bent á að koma með þægileg en töff föt og innanhússskó. Þá tekur Margrét Erla fram að í lagi sé að mæta þunn(ur).