Skemmtun Hið árlega Síldarævintýri á Siglufirði var sett í gærkvöldi að viðstöddum fjölda bæjarbúa og gesta.
Skemmtun Hið árlega Síldarævintýri á Siglufirði var sett í gærkvöldi að viðstöddum fjölda bæjarbúa og gesta.
Síldarævintýrið á Siglufirði hófst formlega í gær með setningu bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnars I. Birgissonar. Um tíma leit út fyrir að af hátíðinni yrði jafnvel ekki, þar sem deilt var um greiðslu löggæslukostnaðar.

Síldarævintýrið á Siglufirði hófst formlega í gær með setningu bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnars I. Birgissonar. Um tíma leit út fyrir að af hátíðinni yrði jafnvel ekki, þar sem deilt var um greiðslu löggæslukostnaðar. Bæjarráð Fjallabyggðar og lögreglan á Norðurlandi eystra hafa þó náð sá um í málinu.

Að því er segir í tilkynningu mun Fjallabyggð ekki greiða umræddan löggæslukostnað nema æðra stjórnvald eða dómstólar ákveði svo, en erindi þessa efnis er nú hjá atvinnuvegaráðuneytinu.

Í framhaldi af tilkynningunni gaf lögreglustjóraembættið hátíðinni jákvæða umsögn varðandi umsókn um tækifærisleyfi til sýslumanns.

Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að hjá embættinu hafi menn verið sáttir með þessa lausn, en ekki sé ákveðið hvort málinu verði áfrýjað fari svo að ráðuneytið úrskurði bæjaryfirvöldum í vil. Aðspurður segir hann að lokum að lögreglan verði í góðum gír á Siglufirði um helgina.

„Það verður dansað þar sem aldrei fyrr.“