Á meðan aðeins er grafið úr Eyjafirði lengjast Vaðlaheiðargöng aðeins um 30 til 40 metra á hverri viku. Þau eru orðin rúmir 5,6 kílómetrar sem er liðlega 78% af heildarlengdinni.

Á meðan aðeins er grafið úr Eyjafirði lengjast Vaðlaheiðargöng aðeins um 30 til 40 metra á hverri viku. Þau eru orðin rúmir 5,6 kílómetrar sem er liðlega 78% af heildarlengdinni.

Hiti í berginu Eyjafjarðarmegin er enn til trafala en Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri segir að hann minnki eftir því sem gangamenn komast fjær hitasvæðinu.

Þegar byrjað verður að bora og sprengja að austanverðu ætti að komast kraftur í verkið og reiknar Valgeir með að göngin lengist þá samtals um nálægt 100 metra á viku. Það þýðir að gangagengin ættu að mætast fyrir jól. Eftir það tekur við fjórtán mánaða vinna við frágang og ættu göngin því að verða tilbúin snemma árs 2018. Það er rúmu ári síðar en áætlað var í upphafi.