Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Varnarmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrir danska liðið Esbjerg í efstu deildinni í Danmörku í gærkvöldi. Esbjerg heimsótti Viborg og þurfti að sætta sig við tap, 2:1. Guðlaugur skoraði á 87. mínútu og minnkaði þá muninn í 2:1.

Varnarmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrir danska liðið Esbjerg í efstu deildinni í Danmörku í gærkvöldi.

Esbjerg heimsótti Viborg og þurfti að sætta sig við tap, 2:1. Guðlaugur skoraði á 87. mínútu og minnkaði þá muninn í 2:1.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Viborg tvívegis með fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið gerði Jonas Kamper og Oliver Thychosen hið síðara.

Guðlaugur kom inn á sem varamaður á 86. mínútu og var því einungis mínútu að setja mark sitt á leikinn. kris@mbl.is